Samfélag

Hjá Mannviti starfar fjölbreyttur hópur fólks með breiðan bakgrunn, menntun og þekkingu sem setur mark sitt á samfélagið á hverjum degi. Það er mikilvægt að hlúa vel að mannauðnum sem er okkar stærsta auðlind. Við leggjum jafnframt ríka áherslu á heilbrigt starfsumhverfi þar sem fjölbreytileikanum er fagnað og öllum líður vel. Árlega mælum við bæði andlega og líkamlega líðan starfsfólks og reglulega yfir árið erum við með margvísleg fræðsluerindi bæði varðandi heilsutengda þætti og málefni líðandi stundar.

Nýsköpunar-, öryggis-, heilsu- og sjálfbærnivika eru einnig árlegir viðburðir hjá okkur þar sem við höldum fræðsluerindi tengt hverju málefni fyrir sig og leggjum við áherslu á að erindin hafi jákvæð áhrif á bæði vinnu og daglegt líf.

 

Eitt af gildum Mannvits er gleði og má með sanni segja að hún hafi verið við völd á árinu 2022. Í Mannviti er starfrækt öflugt starfsmannafélag sem stendur reglulega fyrir fjölbreyttum og flottum viðburðum sem eru vel sóttir. Árshátíðarferð til Riga í Lettlandi stendur upp úr en þangað fóru 270 Mannvitringar og makar í frábæra ferð. Ferðin var svo að sjálfsögðu kolefnisjöfnuð.

 

Þá hélt Mannvitringum áfram að fjölga á árinu en alls gengu 32 einstaklingar í raðir fyrirtækisins árið 2022. Að auki voru 20 einstaklingar ráðnir í sumarstörf og héldu 11 af þeim áfram eftir sumarið, ýmist með skóla eða í fullu starfi. Á árinu voru alls 31 starfsfólk sem fór í fæðingarorlof og hafa 97% þeirra snúið aftur til starfa að orlofi loknu.

Mannvit leggur áherslu á að vera fjölskylduvænn vinnustaður og bjóðum við upp á sveigjanlegan vinnutíma og fjarvinnu ef við á. Fjarvinna hefur aukist til muna eftir heimsfaraldurinn sem sýndi okkur glögglega að það er hægt að sinna margvíslegum störfum án staðsetningar. Fjarvinna getur auðveldað starfsfólki að samhæfa vinnu og einkalíf þar sem minni tími fer í ferðir til og frá vinnu sem hefur sömuleiðis jákvæð áhrif á umhverfið og dregur úr bíla- og flugumferð.

Hlaðvarp Mannvits „Samtal um sjálfbærni“ hélt áfram göngu sinni á árinu en markmið hlaðvarpsins er að vekja athygli á hversu víðtæk sjálfbærnimál eru, hversu mikið þau snerta allt okkar daglega líf og ef við tökum höndum saman þá getum við öll lagt okkar af mörkum og haft áhrif til góðs.

Heimsmarkmið í fóstur

Við héldum áfram með okkar göfuga verkefni „Heimsmarkmið í fóstur“ sem er framhaldsverkefni af vinnustofunum um heimsmarkmiðin sem fóru fyrst fram í upphafi árs 2019. Verkefnið gengur út á að auka vitund starfsfólks á heimsmarkmiðunum í daglegum verkefnum og ráðgjöf til viðskiptavina. Verkefni þeirra, sem taka heimsmarkið í fóstur, er að tengja verkefnin sín við það tiltekna heimsmarkmið sem er valið og greina hvernig hægt er að gera enn betur. Haldið var áfram með sex faghópa á árinu 2022. Þar sem almenn ánægja var með verkefnið var ákveðið að halda áfram þannig að allir faghópar innan Mannvits fá tækifæri til að fóstra heimsmarkmið.

Jafnlaunavottun 

Mannvit er jafnlaunavottað samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85 og fékk jafnlaunamerki velferðarráðuneytisins í árslok 2018. Mannvit hefur sett sér metnaðarfull markmið og framkvæmdaráætlun til ársins 2024 í jafnréttismálum þar sem áhersla er lögð á að tryggja öllum jöfn tækifæri og útrýma mismunun í hvaða formi sem hún birtist. Eitt af markmiðum Mannvits er að fjölga konum í tæknimenntuð störf og frá árinu 2019 hefur hlutfall kvenna vaxið um sex prósentustig, úr 19% í 25%. En betur má ef duga skal og er markmiðið fyrir árið 2024 að hlutfallið hækki í 30% hjá fyrirtækinu. 


„Kynjaskipting þeirra sem fram komu fyrir hönd Mannvits voru konur í 54% tilfella árið 2022.“

 

Menntasamfélagið

Það er mikilvægt fyrir okkur að vera í góðum tengslum við unga fólkið og fá þannig tækifæri til að taka þátt í að hafa áhrif þegar horft er til framtíðar. Mannvit er með samstarfssamning við iðn-, tækni- og verkfræðideildir Háskólans í Reykjavík og tekur á móti nemendum í starfsnám á hverri önn. Síðustu ár höfum við tekið þátt í verkefninu Stelpur og tækni þar sem markmiðið er að vekja áhuga stelpna á tækninámi- og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna fjölbreytileika starfa innan tækniiðnaðarins. Í ár tókum við á móti stúlkum í 9. bekk við Vatnsendaskóla og kynntum fyrir þeim starfsemi Mannvits og þeim flottu konum sem starfa hér á hinum ýmsum sviðum. 

 

Hagaðilar

Mannvit leggur áherslu á virka og aðgengilega upplýsingagjöf til hagaðila fyrirtækisins og er útgáfa sjálfbærniskýrslu liður í því. Hagaðilar eru skilgreindir sem viðskiptavinir, eigendur, starfsfólk, birgjar og samfélagið í heild sinni en Mannvit kemur að hönnun, ráðgjöf og eftirliti vegna uppbyggingar á lykilinnviðum landsins.

 

„Við höfum lagt áherslu á að  vera fjölskylduvænn vinnustaður með sveigjanlegan vinnutíma.“

 

ESG frammistöðuvísar

Vísir Mælikvarði 2022 2021 2020
S1. Hlutfall heildarlaunagreiðslu forstjóra og miðgildis heildarlauna - greiðslur til starfsfólks í fullu starfi 3 2,65 2,68
S1. Er þetta hlutfall sett fram af fyrirtæki þínu í skýrslugjöf til yfirvalda? Já/Nei Nei  Nei Nei
S2.  Hlutfall miðgildis launagreiðslna karla og miðgildis launagreiðslna kvenna 1,34 1,33 1,009
S3. Árleg breyting starfsfólks í fullu starfi, í prósentum *allt starfsfólk - ekki gerður greinamunur á fullu starfi og lægra starfshlutfalli 6,5%  8%  5,5%
S3. Árleg breyting starfsfólks í hlutastarfi, í pósentum á.e.v. á.e.v. á.e.v.
S3. Árleg breyting verktaka og/eða ráðgjafa, í prósentum á.e.v. á.e.v. á.e.v.
S4. Kynjahlutfall innan fyrirtækisins, í prósentum KK 70,6% / KVK 29,4% KK 73,6% / KVK 26,4% KK 76% / KVK 24%
S4. Kynjahlutfall í byrjunarstörfum og næsta starfsmannalagi fyrir ofan, í prósentum (sérfræðingar og fagfólk)  KK 69,4% / KVK 30,6%  KK 75,7% / KVK 24,3%  KK 75,7% / KVK 24,3% 
S4. Kynjahlutfall í störfum í efsta starfsmannalagi og sem framkvæmdastjórar, í prósentum (stjórnendur)  KK 76,9% / KVK 23,1 %  KK 72,7% / KVK 27,3%  KK 78,8% / KVK 21,2% 
S5. Prósenta starfsfólks í hlutastarfi 5% 5,5% 3,5%
S5. Prósenta þeirra sem eru í verktöku og/eða ráðgjöf á.e.v. á.e.v. á.e.v.
S6. Fylgir fyrirtækið þitt stefnu er varðar kynferðislegt áreiti og/eða jafnrétti? Já/Nei
S7. Tíðni slysatengdra atvika miðað við heildartíma vinnuaflsins í prósentum 0,0% 0,0% 0,13%
S8. Fylgir fyrirtækið þitt starfstengri heilsustefnu og/eða hnattrænni stefnu um heilsu og öryggi? Já/Nei Nei Nei Nei
S9. Fylgir fyrirtækið þitt stefnu gegn barna- og/eða nauðungarvinnu? Já/Nei Já 
S9. Ef já, nær stefnan gegn barna- og/eða nauðungarvinnu einnig til birgja og seljenda? Já/Nei Nei Nei Nei
S10. Fylgir fyrirtækið þitt mannréttindastefnu? Já/Nei Já 

 * á.e.v: Á ekki við